Nýir menn hafa verið valdir í efstu sætin á framboðslistum stjórnmálaflokkanna miðað við þau atkvæði sem þegar hafa verið talin.

Bjarni Benediktsson er efstur hjá sjálfstæðimönnum í Suðvesturkjördæmi, Illugi Gunnarsson er efstur hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík og Árni Páll Árnason er efstur hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.

Þá er Jóhanna Sigurðardóttur efst í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Þessi fjögur verða því nýir oddvitar framboðslista í kosningunum í apríl.

Guðlaugur Þór Þórðarson er í öðru sæti hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík og Össur Skarphéðinsson er í öðru sæti hjá Samfylkingunni. Haldi þeir þessum sætum munu þeir leiða lista síns flokks í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar og Össur leiddi lista Samfylkingarinnar í því sama kjördæmi.

Lokatölur eiga enn eftir að berast.