Verið er að kanna hvort Ögmundur Jónasson og Guðbjartur Hannesson, nýjustu ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands, fái að hafa tvo aðstoðarmenn hvor.

Hingað til hefur tíðkast að hver ráðherra fái einungis að ráða sér einn pólitískan aðstoðarmann.

Ögmundur er yfir bæði dómsog mannréttindaráðuneytinu og samgönguráðuneytinu, en Guðbjartur er yfir félags- og tryggingamálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti. Þeir eiga síðan að vinna að sameiningu þessara ráðuneyta í tvö ný: innanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti.

Guðbjartur hefur þegar ráðið Önnu Sigrúnu Baldursdóttur til að aðstoða sig í heilbrigðisráðuneytinu. Engin önnur nöfn hafa enn sem komið er verið nefnd í tengslum við aðstoðarmannastöðurnar en síðast þegar Ögmundur Jónasson var ráðherra fékk hann fyrrum  blaðakonuna Höllu Gunnarsdóttur sér til halds og trausts.