Eigendur Ferðaþjónustunnar í Úthlíð í Biskupstungum hafa náð samningum við jónin Höllu Ruth Sveinbjörnsdóttur og Jón Vigfússon úr Hafnarfirði um rekstur Ferðaþjónustunnar í Úthlíð sumarið 2013. Í Úthlíð er hægt að leigja orlofshús af ýmsum stærðum og gerðum.

Í tilkynningu segir að þau Halla og Jón hafi víðtæka og fjölbreytta reynslu af rekstri afþreyingarfyrirtækja, tískuverslunar og húsasmíði.

Haft er eftir Höllu Ruth að það verði mjög spennandi að takast á við þetta risavaxna verkefni. Núna sé mikill vöxtur í íslenskri ferðaþjónustu og vilji þau taka þátt í því ævintýri sem framundan sé með því að byggja upp flotta þjónustu fyrir erlenda sem innlenda ferðamenn í Úthlíð.