Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra hefur skipað tvo nýja sendiherra Íslands í Stokkhólmi og Osló.

Fram kemur í frétt á vef utanríkisráðuneytisins að Hermann Örn Ingólfsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu, verður sendiherra Íslands í Osló frá 1. ágúst næstkomandi. Gunnar Pálsson, sendiherra í Osló kemur þá til starfa í ráðuneytinu.

Estrid Brekkan, sendiráðunautur, verður sendiherra Íslands í Stokkhólmi frá 1. ágúst næstkomandi. Tilkynnt var í mars um skipan Estrid í embætti í sendiherra en þá kom ekki fram hvar hún myndi starfa. Estrid hefur gegnt embætti deildarstjóra á alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Hermann var skipaður sendiherra sumarið 2014. En líkt og með Estrid var ekki tilkynnt fyrr en í dag við hvaða sendiráði hann myndi taka.