Breytingar hafa orðið á starfsliði Einkabankaþjónustu Landsbankans að undanförnu til samræmis við yfirlýsta stefnu bankans um að efla mjög og styrkja þá þjónustu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þeir sem hafa verið ráðnir eru:

Brynjar Sigurðsson hjá einkabankaþjónustu Landsbankans
Brynjar Sigurðsson hjá einkabankaþjónustu Landsbankans
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Brynjar Sigurðarson hefur verið ráðinn sérfræðingur í Einkabankaþjónustu Landsbankans. Brynjar er viðskiptafræðingur frá Bifröst og með MSc. í fjármálum og stefnumótun frá Copenhagen Business School. Brynjar hóf störf hjá Landsbankanum sem forstöðumaður Landsbréfa á Norðurlandi í maí 2000, var framkvæmdastjóri Landsbankans Framtakssjóðs frá 2003 til 2004, en eftir tveggja ára nám í Kaupmannahöfn var hann ráðinn sem sérfræðingur hjá Einkabankaþjónustu Landsbankans. Síðastliðin tvö ár hefur Brynjar starfað hjá Íslenskum verðbréfum.

Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir hjá einkabankaþjónustu Landsbankans
Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir hjá einkabankaþjónustu Landsbankans
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin til Einkabankaþjónustu Landsbankans. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur nýlokið meistaranámi í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Vigdís lauk prófi í verðbréfaviðskiptum vorið 2002, hún starfaði á árunum 2000 - 2009 við eignastýringa- og einkabankaþjónustu Íslandsbanka og forvera hans. Síðustu fjögur árin gegndi hún stöðu deildarstjóra eignastýringaþjónustu einstaklinga.

Eyrún Anna Einarsdóttir hjá einkabankaþjónustu Landsbankans
Eyrún Anna Einarsdóttir hjá einkabankaþjónustu Landsbankans
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Stýringar eigna. Eyrún hefur frá árinu 2006 starfað í Eignastýringu Landsbankans sem sjóðsstjóri yfir söfnum þriðja aðila. Hún lauk prófi í verðbréfaviðskiptum vorið 2008, MSc. í fjárfestingarstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006 og BS í iðnaðarverkfræði úr Háskóla Íslands á árinu 2004. Áður starfaði hún hjá Orkuveitu Reykjavíkur í ýmsum verkefnum tengdum arðsemisútreikningum

Þorvaldur Þorsteinsson hjá einkabankaþjónustu Landsbankans
Þorvaldur Þorsteinsson hjá einkabankaþjónustu Landsbankans
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þorvaldur Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Einkabankaþjónustu Landsbankans. Þorvaldur er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá HÍ 1991 og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Auk þess hefur hann stundað MS nám í alþjóðaviðskiptum við Copenhagen Business School  í Kaupmannahöfn. Þorvaldur hefur starfað í Landsbankanum sem sérfræðingur í einkabankaþjónustu frá árinu 2004. Áður gegndi hann stöðu forstöðumanns fjármála og síðar áhættustjórnar hjá Kreditkortum hf.

Framkvæmdastjóri Einkabankaþjónustu Landsbankans er Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir.