Lagarök, lögmannsstofa hefur fengið til til liðs við sig þá Valdemar Johnsen, hdl., Óskar H. Bjarnasen, hdl., Snorra Björn Sturluson, lögfræðing og Jón Kristinn Snæhólm, stjórnmálafræðing. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Valdemar Johnsen útskrifaðast sem cand. jur. frá Háskóla Íslands árið 1999. Hann öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2000. Á árunum 1999- 2001 starfaði hann hjá Lögmönnum Höfðabakka. Árið 2002 stofnaði Valdemar ásamt fleirum Íslandstryggingu hf. (nú Vörður tryggingar hf.) og var yfirlögfræðingur og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar þar frá 2002-2011. Árið 2011 varð Valdemar aðallögfræðingur Sjóvá-Almennra trygginga hf. og frá 2012 einnig framkvæmdastjóri vátryggingasviðs þess félags.

Óskar H. Bjarnasen útskrifaðist með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og með LLM. gráðu í Evrópurétti frá Lund Universitet árið 2013. Hann öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður í júní á þessu ári. Á árunum 2010 til 2014 starfaði Óskar við stjórnun hugverkaréttinda (e. IP management) og viðskiptaþróun hjá MagComp AB í Svíþjóð. Síðastliðið ár hefur hann starfað hjá fasteignasölunni Stakfelli við skjalagerð og sölu fasteigna, en Óskar er einnig löggiltur fasteignasali.

Snorri Björn Sturluson útskrifaðist með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og með diplómagráðu í verslunarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2007. Þá stundaði Snorri Björn skiptinám við Bucerius Law School í Þýskalandi haustið 2014. Snorri hefur starfað sem sölumaður fasteigna frá árinu 2005.

Jón Kristinn Snæhólm útskrifaðist með BA í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1993 og síðan með meistaragráðu frá Edinborgarháskóla í evrópskum og alþjóðlegum stjórnmálum árið 1996. Frá 2004 til 2006 starfaði hann sem verkefnastjóri hjá Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, en frá 2006 til 2008 sem aðstoðarmaður Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra og formanns borgaráðs Reykjavíkur. Jón Kristinn hefur verið reglulegur þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni ÍNN frá 2008 og skrifað um þjóðfélagsmál hjá útgáfufélaginu Birtingi.