Pálína Björk Matthíasdóttir

Pálína Björk Matthíasdóttir er nýr starfsmaður á rekstrarsviði í OMX Nordic Exchange Iceland. Pálína kemur til með að bera ábyrgð á markaðsmálum fyrirtækisins. Hún er viðskiptafræðingur frá Copenhagen Business School, en lokaritgerð hennar unnin í samvinnu við handhafa friðarverðlauna Nóbels árið 2006, Grameen Bank í Bangladesh. Pálína starfaði hjá Eimskip um skeið í hinum ýmsu deildum, síðast sem verkefnastjóri í kynningar- og markaðsdeild.

Sigríður Jónsdóttir

Sigríður Jónsdóttir hefur hafið störf á skráningarsviði OMX Nordic Exchange á Íslandi. Hún lauk B.Sc gráðu í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá Háskóla Íslands árið 2007. Sigríður starfaði áður sem tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akranesi. Hún lauk MM gráðu frá Mannes College of Music í New York árið 1995 og BM gráðu frá University of Illinois árið 1989.

Auður Freyja Kjartansdóttir

Auður Freyja Kjartansdóttir hefur hafið störf á skráningasviði OMX Nordic Exchange á Íslandi. Hún lauk rafmagnsverkfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1990 og MSc gráðu í sama fagi frá University of Toronto 1992. Að námi loknu starfaði Auður Freyja í tölvudeild Sjóvár-Almennra og síðan hjá Flugvalla- og leiðsögusviði hjá Flugmálastjórn Íslands. Auður Freyja lauk MBA námi með áherslu á fjármál frá Helsinki School of Economics haustið 2007.