Kvika hefur ráðið  tvo nýja starfsmenn í eignastýringu. Annars vegar Ásgeir Baldurs og hins vegar Hildi Eiríkisdóttur.

Ásgeir Baldurs hefur verið ráðinn forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga innan eignastýringarsviðs Kviku. Ásgeir gekk til liðs við fyrirtækjaráðgjöf Kviku í mars á síðasta ári. Þar áður starfaði hann hjá VÍS á árunum 2000 til 2007 og var forstjóri félagsins á árunum 2006 til 2007. Ásgeir starfaði einnig um sex ára skeið sem ráðgjafi og meðeigandi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Expectus áður en hann gekk til liðs við Kviku en hann hefur auk þess setið í stjórnum fjölmargra íslenskra og erlendra fyrirtækja.

Hildur Eiríksdóttir hefur verið ráðin til einkabankaþjónustu Kviku, en hún kemur til viku frá Nordea Bank í Lúxemburg. Hildur starfaði sem viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu Nordea frá ársbyrjun 2013. Áður starfaði Hildur um árabil hjá Íslandsbanka í eignastýringu og einkabankaþjónustu og síðar Íslandsbanka í Luxemburg. Árið 2006 hóf Hildur störf hjá Kaupþingi í Lúxemburg og starfaði þar sem viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu til ársins 2010. Þá var Hildur ein af stofnendum Greenleaf Financial Luxembourg og tók hún virkan þátt í að koma félaginu á laggirnar og byggja það upp fram til ársins 2012 þegar félagið var selt.