*

laugardagur, 15. ágúst 2020
Fólk 22. júlí 2020 08:42

Nýir starfsmenn Kerecis

Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur ráðið Steinunni Guðnýju Sveinsdóttur og Rögnu Björg Ársælsdóttur.

Ritstjórn

Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur ráðið Steinunni Guðnýju Sveinsdóttur sem vöru- og viðskiptastjóra. Steinunn er hjúkrunarfræðingur með áralanga reynslu úr heilbrigðisgeiranum á Íslandi og í Svíþjóð. Undanfarin átta ár hefur Steinunn starfað hjá Icepharma. Steinunn mun leiða sölu- og markaðssetningu Kerecis á Íslandi og ákveðnum erlendum mörkuðum.

Ragna Björg Ársælsdóttir hefur gengið til liðs við lækningavörufyrirtækið Kerecis. Ragna Björg er hjúkrunarfræðingur með MPM gráðu í verkefnastjórnun. Hún kemur til Kerecis frá bráðadeild Landspítalans þar sem hún hefur starfað undanfarin tólf ár. Ragna heldur úti matarblogginu [www.ragna.is]www.ragna.is sem margir kannast við. Hjá Kerecis mun Ragna Björg starfa sem verkefnastjóri klínískra rannsókna.