*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Fólk 30. mars 2021 14:01

Nýir starfsmenn til Datera

Gagnadrifna birtingafyrirtækið Datera hefur ráðið til sín Svönu Úlfarsdóttur og Davíð Arnarson.

Ritstjórn
Svana Úlfarsdóttir og Davíð Arnarson
Aðsend mynd

Tveir nýir starfsmenn hófu nýverið störf hjá gagnadrifna birtingafyrirtækinu Datera. Svana Úlfarsdóttir tók við stöðu birtingaráðgjafa fyrir innlenda miðla og Davíð Arnarson starfar sem ráðgjafi á sviði sjálfvirkra og gagnadrifinna auglýsingaherferða á stafrænum miðlum.

Svana lauk B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður sem ferðahönnuður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og Air Atlanta.

Davíð hefur stýrt stafrænni vöruþróun og markaðsmálum hjá fjölda íslenskra fyrirtækja á síðustu árum. Hann starfaði m.a. sem forstöðumaður netdeildar Icewear og stýrði greiningardeild Móbergs auk þess að sinna markaðs- og vöruþróun hjá fyrirtækinu. Davíð lauk M.Sc. prófi í viðskipta- og vöruþróun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS) og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. 

„Datera hefur vaxið hratt síðastliðið ár. Fyrirtækið þjónustar nú viðskiptavini með heildrænum birtingalausnum þvert á alla miðla. Þessi nálgun er svar við ákalli viðskiptavina okkar um að sinna alhliða birtingaþjónustu og tryggja þannig aukinn árangur og hámarksnýtingu birtingafjár. Ráðning Svönu og Davíðs er liður í þessari vegferð. Við vitum að þau koma til með að vera fyrirtækinu mikill liðsstyrkur,“ er haft eftir Hreiðari Þór Jónssyni, framkvæmdastjóra Datera, í fréttatilkynningu.