Ráðgjafasvið KPMG hefur ráðið fjóra nýja starfsmenn í rekstrarráðgjöf fyrirtækisins það eru þau Helgi Haraldsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Hjörleifur Þórðarsson og Bjarki Benediktsson:

Helgi Haraldsson kemur til starfa á ráðgjafarsvið KPMG sem Senior Manager eða verkefnastjóri. Helgi er með meistaragráðu í stærðfræði frá Háskólanum í Warwick. Helgi hefur undanfarin ár starfað við ráðgjöf erlendis og komið að mörgum stórum verkefnum í fjármálageiranum á sviði upplýsingatækni með áherslu á hönnun og uppbyggingu vöruhúsa gagna auk flókinna gagnagreininga (e. Data Science). Helgi hefur meðal annars unnið fyrir Deloitte og FSCS í London og Lazada í Singapore. Nú síðast vann hann sem verktaki fyrir HSBC í London og leiddi vinnu sérfræðinga bankans og ráðgjafa við að samþætta gagnagrunna í um 80 löndum. Helgi kemur inn í teymi ráðgjafa með áherslu á stafrænar lausnir, sérstaklega hönnun, uppbyggingu og umsjón með flóknum og stórum gagnasöfnum (e. Advanced Data Management) auk hagnýtingu gervigreindar.

Kristjana Kristjánsdóttir er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað fyrir Arion banka síðastliðin ár og nú síðast sem verkefnastjóri á upplýsinga- og tæknisviði bankans. Þar tók hún þátt í uppbyggingu á stafrænni framtíð bankans síðastliðin tvö ár með góðum árangri. Áður starfaði Kristjana sem sérfræðingur á viðskiptabankasviði bankans í margvíslegum stefnumótandi verkefnum. Kristjana kemur inn í teymi ráðgjafa með áherslu á stafrænar lausnir með áherslu á verkefnastjórnun og stefnumótun stafrænnar þróunar fyrir viðskiptavini KPMG, sem er hluti af rekstrarráðgjöf sviðsins.

Hjörleifur Þórðarson er með M.Sc. í IT, Communication and Organisation frá Háskólanum í Árósum og MSc í Markaðsfræði og Alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Hann hefur komið að margvíslegum ráðgjafaverkefnum bæði hérlendis og á Norðurlöndunum. Meðal verkefna er skipulagning viðburða, verkefnastjórnun hjá Kadeco sem tengdust markaðssetningu og kynningu á Ásbrú, verkefnastjórnun hjá Sterna Travel sem fólu í sér skipulagningu dagsferða og markaðssetningu þeirra.

Bjarki Benediktsson er að ljúka M.Sc. í rekstrarverkfræði frá Politecnico di Milano með áherslu á Digital Business og Market Innovation en áður hafði hann lokið rekstrarverkfræðiprófi frá HR. Bjarki hefur með skóla unnið margvísleg störf, sinnt þjálfun og stjórnun unglingaliða í knattspyrnu á vegum FH og landsliðsins og sinnt kennslu í grunnskóla.