*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Fólk 12. september 2018 14:27

Nýir starfsmenn til KPMG

Ráðgjafasvið KPMG hefur ráðið fjóra nýja starfsmenn í rekstrarráðgjöf fyrirtækisins það eru þau Helgi Haraldsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Hjörleifur Þórðarsson og Bjarki Benediktsson.

Ritstjórn
Kristjana Kristjánsdóttir, Helgi Haraldsson, Hjörleifur Þórðarsom og Bjarki Benediktsson.
Aðsend mynd

Ráðgjafasvið KPMG hefur ráðið fjóra nýja starfsmenn í rekstrarráðgjöf fyrirtækisins það eru þau Helgi Haraldsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Hjörleifur Þórðarsson og Bjarki Benediktsson:

Helgi Haraldsson kemur til starfa á ráðgjafarsvið KPMG sem Senior Manager eða verkefnastjóri. Helgi er með meistaragráðu í stærðfræði frá Háskólanum í Warwick. Helgi hefur undanfarin ár starfað við ráðgjöf erlendis og komið að mörgum stórum verkefnum í fjármálageiranum á sviði upplýsingatækni með áherslu á hönnun og uppbyggingu vöruhúsa gagna auk flókinna gagnagreininga (e. Data Science). Helgi hefur meðal annars unnið fyrir Deloitte og FSCS í London og Lazada í Singapore. Nú síðast vann hann sem verktaki fyrir HSBC í London og leiddi vinnu sérfræðinga bankans og ráðgjafa við að samþætta gagnagrunna í um 80 löndum. Helgi kemur inn í teymi ráðgjafa með áherslu á stafrænar lausnir, sérstaklega hönnun, uppbyggingu og umsjón með flóknum og stórum gagnasöfnum (e. Advanced Data Management) auk hagnýtingu gervigreindar.

Kristjana Kristjánsdóttir er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað fyrir Arion banka síðastliðin ár og nú síðast sem verkefnastjóri á upplýsinga- og tæknisviði bankans. Þar tók hún þátt í uppbyggingu á stafrænni framtíð bankans síðastliðin tvö ár með góðum árangri. Áður starfaði Kristjana sem sérfræðingur á viðskiptabankasviði bankans í margvíslegum stefnumótandi verkefnum. Kristjana kemur inn í teymi ráðgjafa með áherslu á stafrænar lausnir með áherslu á verkefnastjórnun og stefnumótun stafrænnar þróunar fyrir viðskiptavini KPMG, sem er hluti af rekstrarráðgjöf sviðsins.

Hjörleifur Þórðarson er með M.Sc. í IT, Communication and Organisation frá Háskólanum í Árósum og MSc í Markaðsfræði og Alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Hann hefur komið að margvíslegum ráðgjafaverkefnum bæði hérlendis og á Norðurlöndunum. Meðal verkefna er skipulagning viðburða, verkefnastjórnun hjá Kadeco sem tengdust markaðssetningu og kynningu á Ásbrú, verkefnastjórnun hjá Sterna Travel sem fólu í sér skipulagningu dagsferða og markaðssetningu þeirra.

Bjarki Benediktsson er að ljúka M.Sc. í rekstrarverkfræði frá Politecnico di Milano með áherslu á Digital Business og Market Innovation en áður hafði hann lokið rekstrarverkfræðiprófi frá HR. Bjarki hefur með skóla unnið margvísleg störf, sinnt þjálfun og stjórnun unglingaliða í knattspyrnu á vegum FH og landsliðsins og sinnt kennslu í grunnskóla.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is