*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Fólk 7. september 2016 14:44

Nýir stjórnendur hjá Creditinfo

Dagný Dögg og Anna Lára bætast í hóp stjórnenda hjá Creditinfo.

Ritstjórn

Anna Lára Sigurðardóttir og Dagný Dögg Franklínsdóttir bætast við stjórnendahóp Creditinfo. Þetta kemur fram í fréttabréfi frá fyrirtækinu.

Anna Lára tekur við sem forstöðumaður Fjármála- og rekstrarsviðs. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu frá 2008, þá sem þjónustustjóri. Áður starfaði Anna sem hópstjóri hjá Nova og ráðgjafi hjá Motus. Anna er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst.

Dagný Dögg er nú forstöðumaður Viðskiptastýringar Creditinfo. Dagný hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2013, þá sem viðskiptastjóri. Áður hefur Dagný Dögg meðal annars starfað sem sérfræðingur á Alþjóðasviði Valitor og viðskiptastjóri Be in Retail Skandinavia AB í Svíþjóð. Dagný er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og er með meistarapróf í samskiptafræðum frá Háskólanum í Gautaborg.