Finnur Guðmundsson hefur verið ráðinn sölu og markaðsstjóri ReMake Electric og mun hann leiða sölu og markaðsstarf félagsins auk alþjóðlegrar viðskiptaþróunar. Dr. Kristján Guðmundsson hefur verið ráðinn tæknistjóri ReMake Electric og mun bera ábyrgð á áframhaldandi þróun eTactica vörulínunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Finnur Guðmundsson er með MBA gráðu frá háskólanum í Suður Ástralíu og B.S. gráðu í markaðsfræðum frá háskólanum í Norður Karólínu í Bandaríkjunum.  Finnur hefur undanfarið gengt starfi sölu og þjónustustjóra hjá Verði tryggingum. Áður en Finnur hóf störf hjá Verði starfaði hann á erlendum vettvangi í 15 ár m.a. við stjórnun, sölu, innkaup og verkefnastjórnun.

Hann var um árabil forstjóri innkaupafyrirtækis í Hong Kong og síðar forstjóri Skymax Latin America þar sem hann byggði upp starfsemi félagsins í Suður Ameríku. Skymax er framleiðandi risa LCD skjáa og er með sterka stöðu á alþjóðlegum markaði. Finnur hóf störf hjá ReMake um miðjan ágúst.

Kristján Guðmundsson er með doktorsgráðu í vélaverkfræði frá tækniháskólanum í Kaliforníu (CalTech).  Kristján snéri nýlega til baka til Íslands eftir að hafa verið erlendis við nám og störf í fjölda ára, bæði í Bandaríkjunum og í Hollandi. Kristján hefur unnið á ýmsum sviðum eftir að námsferlinum lauk, m.a. við þróun vatnshreinsibúnaðar hjá sprotafyrirtæki í Hollandi, og sem tæknilegur sölumaður og sölustjóri hjá hugbúnaðarfyritækinu Quintiq í Hollandi. Kristján hóf störf hjá ReMake um miðjan júlí.