Fransk-íslenska viðskiptaráðið hélt morgunverðarfund þriðjudaginn sl. í Norræna húsinu. Yfirskrift fundarins var Nýir tímar og tækifæri í Frakklandi þar sem áhersla var lögð á mikilvægi þess að Ísland og Frakkland séu í góðum viðskiptatengslum. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, flutti erindi ásamt Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands á Íslandi, og Gilles Debuire frá AFII (Invest in France Agency Northen Euorope).

Aðrir sem fluttu erindi voru talsmenn íslenskra fyrirtækja eins og Icelandair Group, HB Grandi, Efla verkfræðistofa og Marel. Fransk-íslenska viðskiptaráðið var stofnað árið 1990 en hefur lítið látið á sér bera síðustu tvö ár og því var þessi fundur liður í því að virkja starfsemina aftur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.