Nýja-Delhi, höfuðborg Indlands, velti Peking, höfuðborg Kína, úr sessi sem mengaðasta borg í heimi.

Ástandið hefur sjaldan verið verra í höfuðborg Indlands en í vetur. Loftið í borginni hefur nú 60 sinnum mælst yfir þeim mörkum sem teljast örugg samkvæmt tölum frá umhverfisstofnun Indlands. Hættulegasta efnið í loftinu, PM2,5 mældist að meðaltali í 575 míkrógrömmum á rúmmetra í Nýju-Delhi frá nóvember 2013 til janúar 2014. Í Peking mældist sama efni í 400 míkrógrömmum á sama tíma.

CNN segir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.