Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, aðaleiganda Haga, er unnið á fullu við áreiðanleikakönnun í tengslum við innkomu nýrra fjárfesta inn í félagið. Það er Nýja Kaupþing sem vinnur áreiðanleikakönnunina og verðmat á félagið. Aðspurður segir Jón Ásgeir að allt eins sé hugsanlegt að hann láti meirihluta frá sér í félaginu.

,,Endanlegur strúktur kemur í ljós þegar við erum búnir að klára áreiðanleikakönnun. Þetta verður verulega stór hlutur sem verður seldur,“ sagði Jón Ásgeir.

- En verður þú áfram með meirihluta í félaginu?

,,Það verður að koma í ljós hvernig þetta spilast. Þetta mun verða mjög samstíga eigendahópur.“

- Þú ert enn bjartsýnn á að þetta muni detta saman?

,,Já, ég er það.“

Áður hefur komið fram að unræddir fjárfestar séu frá Bretlandseyjum, hafi reynslu af verslunarrekstri og þekki vel til á Íslandi.