Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa Nýja Kaupþings banka hf. á hlutafé Exista Properties ehf og fasteigum Landic Íslands ehf.

Samkeppniseftirlitið telur að samruni Nýja Kaupþings banka og Exista Properties  muni ekki raska samkeppni og mun eftirlitið því ekki aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli samkeppnislaga.

Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins en þann 16. janúar sl. barst Samkeppniseftirlitinu styttri tilkynning vegna samruna félaganna og kaupa á tilteknum fasteignum Landic Íslands ehf. í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.

Á vef stofnunarinnar kemur fram að það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að kaupin feli í sér samruna í skilningi samkeppnislaga og að samruninn falli undir samrunaeftirlit, þar sem veltuskilyrði eru uppfyllt. Sjá nánar á vef Samkeppniseftirlitsins.