Hagar hf. hafa undirritað ,,Term Sheet“ við Nýja Kaupþing banka hf. og NBI hf. (Landsbankann) um endurfjármögnun félagsins með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki lánanefnda bankanna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum en þar segir að fjármögnunin mun tryggja að Hagar greiði skuldabréfaflokk félagsins á gjalddaga hans 19. október 2009.

Þá kemur jafnframt fram bókfært verðmæti hlutafjár Haga í Húsasmiðjunni hafi verið afskrifað en sem kunnugt er var hlutafé Húsasmiðjunnar fært niður í núll í fyrradag.

Að sögn forsvarsmanna Haga hefur afskriftin engin áhrif á endurgreiðsluhæfni félagsins á skráðum skuldabréfaflokki Haga.