Ákveðið var í þjóðaratkvæðagreiðslu í Nýja Sjálandi að halda núverandi fána ríkisins. Kosið var milli núverandi fána og fána sem hafði hlotið flest atkvæði í forkosningu um mögulegar nýjar útfærslur á fána Nýjá Sjálands.

Í kosningunni var einungis kosið milli þessara tveggja fána, en núverandi fáni hlaut 57% atkvæða. Ástæða þess að ákveðið var að kalla til þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu var að núverandi fáni Nýja Sjálands tengist breska Union Jack fánanum, og þar með tíma Nýja Sjálands sem nýlenduríki Bretlands.

John Key, forsætisráðherra Nýja Sjálands hafði barist fyrir nýjum fána en hann sagði niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar vera vonbrigði, en hann hafi þó alltaf búist við því að það yrði erfitt að fá fánanum breytt.