Skuldakrísan í Evrópu hefur leikið Ítali grátt undanfarið misseri. Þrátt fyrir erfiðleika við að fjármagna ítalska ríkið voru keyptar um síðustu mánaðarmót 19 ítalskar drossíur fyrir ráðherra landsins af gerðinni Maserati Quattroporte.

Bílarnir eru brynvarðir sem hækkar verðið mikið en grunngerð af Quattroporte kostar 91 þúsund evrur, um 15 milljónir króna. Maserati var embættisbifreið Silvio Berlusconi en auk þess var honum oft ekið í þýskum Audi A8.

Maserati er í eigu Fiat bílaverksmiðjanna og hafa bílarnir verið framleiddir frá árinu 1914. Quattroporte, sem á íslensku þýðir fjórar dyr, var fyrst settur á markað árið 1963.

Bílinn er vinsæll meðal fyrirmenna og fólks í viðskiptum í Evrópu. Hann þykir fallegur en um leið sportlegur.

Maserati Quattroporte
Maserati Quattroporte
Hægt er að smella á myndirnar til að stækka þær.

Maserati Quattroporte
Maserati Quattroporte


Maserati Quattroporte
Maserati Quattroporte