Evrópusambandsráðið samþykkti í síðustu viku nýjar samkeppnisreglur um sölu og þjónustu nýrra bíla á Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt þeim er það nú hafið yfir allan vafa að ekki þarf eingöngu að fara með bíla á sérstök verkstæði viðurkennd af bílaframleiðendur og umboðsaðilum þeirra, til að framleiðsluábyrgðin haldist í gildi. Hvaða fullgilt verkstæði sem er má nú þjónusta bíla á ábyrgðartíma án þess að ábyrgðin falli úr gildi. Þessar nýju reglur tóku gildi 1. júní. Þessar nýju reglur eru hluti af svonefndum BER-reglum (Block Excemption Rules) sem gilda um bíla í Evrópu. Greint er frá þessu á vefsíðu FÍB.