Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur kynnt fyrir starfsmönnum bankans áætlun fyrir nýjar höfuðstöðvar hans. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að ákvörðun um staðsetningu liggi fyrir um mitt þetta ár og að framkvæmdir geti hafist árið 2014.

Verið er að skoða nokkrar staðsetningar, en bankinn mun líta á sig sem miðbæjarfyrirtæki og fyrsti valkostur er því að byggt verði í miðbænum og þá væntanlega á sömu lóð og ráðgert var að byggja á fyrir hrun, en fáar lóðir af þeirri stærðargráðu eru á lausu miðsvæðis í Reykjavík. Þessi lóð er í eigu Sítusar. Á árunum fyrir hrun var gert ráð fyrir að byggja þar nýjar höfuðstöðvar sem voru um 24.000 fermetrar að stærð.

Nánar er fjallað um áætlanir Landsbankans um nýjar höfuðstöðvar í Viðskiptablaði morgundagsins og kemur þar meðal annars fram hvað bankinn gæti þurft að greiða fyrir lóðina.

Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Ekki eru öll aðildarfyrirtæki SFF sátt við samtökin
  • Alls vinna um 11% vinnandi fólks hjá sveitarfélögunum
  • Ríkissjóður mun ekki sækja fé á erlenda markaði á næstunni
  • Straumur skilaði tölverðum hagnaði í fyrra
  • Bílasala jókst mikið á síðasta ári
  • Íslendingar flytja mest inn frá Noregi
  • Samkeppniseftirlitið myndi skoða kaup Framtakssjóðsins
  • Sparisjóðirnir mega eiga von á nýjum eiginfjárkröfum
  • Steingrímur segist vel geta hugsað sér að vinna fyrir aðra en ríkið
  • Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, ræðir afkomu sjóðsins
  • Kreppan hafði ekki eins mikil áhrif á námsval í Háskólum og ætla mætti
  • Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, ræðir í viðtalinu um samkeppnina og reksturinn
  • Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival er vettvangur til viðskipta
  • Það helsta úr VB sjónvarpi í vikunni sem leið
  • Óðinn fjallar ítarlega um afnám verðtryggingar og misskilning þar um
  • Allt um Óskarsverðlaunin
  • Sigrún Andrésdóttir hefur verið í Afganistan með hléum frá 2007 og ræðir um reynsluna
  • Nærmynd af Hafdísi Jónsdóttur í World Class
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um nýja formenn stjórnmálaflokkanna
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar og margt, margt fleira