*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 3. maí 2018 15:31

Nýjar íbúðir of dýrar fyrir lágtekjufólk

Deildarstjóri leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði segir að nýjar íbúðir á markaðnum séu yfir greiðslugetu lágtekjuhópa.

Ritstjórn
Una Jónsdóttir, forstöðumaður leigumarkaðsdeildar Íbúðalánasjóðs.
Haraldur Guðjónsson

Nýjar íbúðir sem hafa verið settar á sölu- og leigumarkað á síðustu misserum hafa verið yfirgreiðslugetu lágtekjuhópa að sögn Unu Jónsdóttur, deildarstjóri leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði en frá þessu er greint á mbl.is.

Líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá greiða lágtekjuhópar um helming af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu samkvæmt nýrri könnun Íbúðalánasjóðs. 

Talsvert hefur fjölgað á leigumarkaði undanfarin ár en Una segir fjölgunina koma að miklu leyti til vegna fjölda erlendra ríkisborgara sem hafi flutt hingað til lands til að byggja upp innviði og húsnæði sem hér hafi skort. Þarfagreininar hafi sýnt að mest vöntun sé á húsnæði fyrir fólk sem ekki ætli sér að kaupa húsnæði.