Nýjar reglur um tilkynningu og málsmeðfer samrunamála hjá Samkeppniseftirlitinu hafa tekið gildi. Meginmarkmið nýju reglnanna er að upplýsingar sem veita þarf við tilkynningu séu fullnægjandi miðað við nýtt efnislegt mat sem samkeppnislög gera ráð fyrir, en þeim var breytt fyrr á þessu ári.

Helstu breytingar á málsmeðferð samrunamála eru m.a. að samruni kemur nú ekki til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann. Einnig voru veltumörk sem ákvarða hvort samruni sé tilkynningarskyldur hækkuð.

Þá hafa skilgreiningar á samruna og yfirráðum verið færðar til samræmis við evrópskan samkeppnisrétt. Enn ein breyting er að efnislegt mat Samkeppniseftirlitsins á samkeppnislegum áhrifum samruna tekur nú ekki eingöngu til þess hvort markaðsráðandi staða hafi orðið til eða styrkst heldur einnig til þess hvort samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti.

Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins.