Wall Street Journal greindi í dag frá árangursríkum tilraunum olíuleitenda í Mexíkóflóa. Samkvæmt fréttinni gæti þar orðið til stærsta olíuvinnslusvæði Bandaríkjanna, þ.e.a.s. enn stærra en vinnslusvæðið í Alaska.

Þrátt fyrir að vera auðug svæði standast þessi svæði þó engan samanburð við olíulindir Miðausturlanda bendir greiningardeild Landsbankans á í Vegvísi sínum.