Nýjar reglur nefndar um fjármálastöðugleika eiga að skylda banka til að hækka eigið fé sitt til að koma í veg fyrir stórtjón. Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka og stjórnarmaður nefndarinnar, segir þessar reglur vera í vinnslu. Engin sanngirni hafi verið í því að skattgreiðendur hafi þurft að greiða fyrir fall bankanna í efnhagshruninu árin 2008 og 2009. Carney segir jafnframt að eigendur bankanna hafi notið góðs af því þegar vel gekk í rekstri bankanna en þegar halla fór undan fæti þurfti almenningur að greiða. Koma þurfi í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Reglurnar eiga að tryggja að eigendur bankanna muni fyrst og fremst bera þungan af því ef bankinn lendir í greiðsluþroti. „Við skulum horfast í augu við það, kerfið hingað til hefur verið mjög ósanngjarnt,“ segir Carney.