Ný reglugerð um upplýsingagjöf og tilkynningaskyldu fjármálafyrirtækja hefur öðlast gildi, þar sem m.a. er fjallað um meðferð innherjaupplýsinga, viðskipti innherja, breytingu á verulegum hlutum atkvæðisréttar, þ.e. flöggun, o.fl.

Í reglugerðinni er m.a. nánar kveðið á um hvað felst í opinberri birtingu upplýsinga samkvæmt lögunum og hvenær opinber fyrirmæli ríkis utan EES teljast gera kröfur hliðstæðar hérlendri löggjöf til upplýsinga- og tilkynningarskyldu.

Með tilskipuninni eru innleidd í íslenskan rétt ákvæði tilskipunar framkvæmdastjórnar er fjallar m.a. um innleiðingu tiltekinna ákvæða svokallaðrar gagnsæistilskipunar, og ákvörðunar um notkun útgefenda með skráða skrifstofu í þriðja ríki á upplýsingum sem samdar eru í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla.

Safnskráning og skilyrði leyfis

Einnig hefur tekið gildi ný reglugerð um safnskráningu og varðveislu fjármálagerninga á safnreikningi, þar sem m.a. er kveðið á um skilyrði leyfis til skráningar á safnreikning, skrá um viðskiptavini og fjármálagerninga, auðkenningu safnskráðra fjármálagerninga, réttindi samkvæmt fjármálagerningum, eftirlit og upplýsingagjöf.