*

mánudagur, 17. júní 2019
Erlent 11. febrúar 2019 18:18

Nýjársgleðin í Kína með rólegasta móti

Neysluvöxtur yfir kínverska nýja árið var sá hægasti frá því mælingar hófust árið 2005.

Ritstjórn
Nýja árinu fagnað með flugeldasýningu nærri Kínamúrnum í Yanqing héraði við Peking, höfuðborg Kína.
epa

Nýjársgleði kínversku þjóðarinnar var með rólegasta móti, að minnsta kosti hvað varðar efnisleg gæði. Neysla í viku löngu nýjársfríi Kínverja, vegna árs svínsins sem hófst 5. febrúar, nam 149 milljörðum dollara, um 18 þúsund milljörðum íslenskra króna sem er aukning um 8,5% milli ára. Þetta er hægasti neysluvöxtur yfir áramótahátíðina í Kína frá því mælingar hófust árið 2005 að því er FT greinir frá. Neysluvöxturinn nam 10,2% milli áranna 2018 til 2017.

Í nýársvikunni nær neysla Kínverja hámarki hvað varðar verslun, afþreyingu og veitingar. Eyðsla í ferðalög innanlands jókst um 8,2% á milli ára miðað við 12,6% vöxt árin þar á undan. Þá jókst sala kvikmyndahúsa um 1,3% á milli ára. 

Neysla skiptir vöxt kínverska hagkerfisins sífellt meira máli. Hagvöxtur í fyrra nam 6,6% árið 2018 sem er lægsti hagvöxtur frá árinu 1990. Ríkisdagblaðið The Economic Information Daily, spáir 6% hagvexti á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is