Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að þrátt fyrir að heimshagkerfið sýni batamerki þá séu vísbendingar um að það sé mjög óstöðugt.

Sjóðurinn spáði 3,3% hagvexti að meðaltali í byrjun árs. Ný spá er væntanleg í næstu viku. Lagarde, segir í samtali við bandaríska stórblaðið The Wall Street Journal, nýjustu spánna heldur svartsýnni. Hún bendir á að þrátt fyrir að evrópski seðlabankinn hafi komið Ítalíu og Spáni til hjálpar á neyðarstundu þá stafi heimshagkerfinu enn hætt af áhrifum skuldakreppunnar á evrusvæðinu.

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, varar við of mikilli bjartsýni.