MP banki hefur ekki veitt nein gengistryggð bílalán né gengistryggð íbúðalán og því hefur nýfallinn dómur engin áhrif á bankann, að því er segir í tilkynningu.

Tilkynningin í heild sinni:

„Í fréttum af nýföllnum dómi um vexti gengistryggðra lána í Hæstarétti hafa ítrekað komið fram staðhæfingar um að dómurinn hafi veruleg áhrif á fjármálafyrirtæki. Hafa viðskiptabankarnir einkum verið tilgreindir í því samhengi. MP banki vill af þessari ástæðu koma því á framfæri að dómurinn hefur engin áhrif á rekstur MP banka. MP banki hefur ekki veitt nein gengistryggð bílalán né gengistryggð íbúðalán.“