*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 17. janúar 2013 17:11

Nýjasti leikur CCP opnaður almenningi á þriðjudaginn

Hópur erlendra fjölmiðlamanna er hér á landi til að kynna sér Dust 514 og starfsemi CCP.

Ritstjórn
Hleð spilara...

Næstkomandi þriðjudag verður opnað fyrir almennan aðgang að nýjasta leik CCP, Dust 514, á leikjaneti Playstation 3. Hefur starfsfólk CCP unnið hörðum höndum að því undanfarið að tengja leikina tvo saman, en það hefur aldrei verið gert áður. Af þessu tilefni er hér á landi hópur erlends fjölmiðlafólks sem er að kynna sér leikinn og starfsemi CCP.

Dust 514 er, eins og áður hefur verið greint frá, svokallaður fyrstu persónu skotleikur og munu spilarar takast á um yfirráð yfir plánetum í Eve Online heiminum. Þeir geta þannig haft bein áhrif á það hvort pláneturnar skipti um yfirráð í Eve og þá geta Eve-spilarar skotið úr geimskipum sínum á pláneturnar þar sem Dust-spilarar eru að keppa.

Stikkorð: CCP Dust 514 Eve Online