*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 5. september 2012 15:50

Nýir eigendur Andersen & Lauth

Sigrún Andersen er nýr framkvæmdastjóri Andersen & Lauth og Helga Ólafsdóttir mun leiða hönnunarteymi félagsins.

Ritstjórn
Kristinn Már Gunnarsson á meirihluta í Cintamani á Íslandi.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Kristinn Már Gunnarsson hefur keypt meirihluta í Andersen & Lauth sem er íslenskt fyrirtæki sem hannar, framleiðir og selur hátískufatnað á alþjóðamarkaði. Hann kaupir hlutinn í nafni félagsins Arctic Investment en hann er meirihlutaeigandi í Cintamani á Íslandi og mun taka við stjórnarformennsku Andersen og Lauth

Móðurfélag Arctic Investment, Arctic Group, hefur markaðssett fatnað frá fyrirtækjum eins og Vera Moda, Karen Millen, Day, New Look og Oasis og nú síðasta Cintamani. Því munu skapast möguleikar á sölu og dreifingu á vörum félagsins í Þýskalandi.

Sigrún Andersen hefur verið ráðin framkvæmdastjóri en hún hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Topshop.