Erlendir aðilar halda áfram að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum, en í dag tilkynnti hollenski bankinn Rabobank um fimm milljarða útgáfu til tveggja ára, samkvæmt Morgunkorni Íslandsbanka. En í gær tilkynnti European Investment Bank um 3 milljarða stækkun einnar útgáfu á þeirra vegum. Og á miðvikudaginn bætti Austurríki þremur milljörðum við sína útgáfu.

Íslenska krónan hefur styrkst um 1,6% frá því markaðir opnuðu, segir í Morgunkorninu.