„Eins og venja er þá er eftirvæntingin mikil,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova. Um 1.500 manns sem forpöntuðu nýjustu iPhone-síma Apple geta nálgast græjurnar í dag í verslun Nova í Lágmúlanum á milli klukkan 17 og 19.

Nova segir í tilkynningu að frumskógarlögmálið verði í hávegum, þ.e.a.s. fyrstur kemur fyrstu fær en takmarkaður fjöldi síma af gerðunum iPhone 5S og iPhone 5C verði í boði.

Eins og fram kom á VB.is í dag hófst sala á iPhone-símum Apple í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Fyrirtækið seldi níu milljónir eintaka af símunum og er það sölumet í sögu Apple.