*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 10. janúar 2017 20:50

Nýju ráðherrar Íslands

Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa samþykkt ráðherralistana.

Ritstjórn
Stjórnarsáttmáli kynntur
Haraldur Guðjónsson

Nú liggur fyrir hvaða þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar komi til með að gegna hvaða ráðherraembættum. Þingflokkar flokkanna samþykktu ráðherralistana rétt í þessu.

Sjálfstæðisflokkurinn

 • Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
 • Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
 • Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. 
 • Jón Gunnarsson, samgöngu-, byggða- og sveitarstjórnarmál í innanríkisráðuneytinu.
 • Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra. 
 • Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.

Viðreisn

 • Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. 
 • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 • Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra.

Björt framtíð

 • Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. 
 • Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Stikkorð: Alþingi Ríkisstjórn Ísland DAC