Nú liggur fyrir hvaða þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar komi til með að gegna hvaða ráðherraembættum. Þingflokkar flokkanna samþykktu ráðherralistana rétt í þessu.

Sjálfstæðisflokkurinn

  • Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
  • Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
  • Jón Gunnarsson, samgöngu-, byggða- og sveitarstjórnarmál í innanríkisráðuneytinu.
  • Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra.
  • Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.

Viðreisn

  • Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra.
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
  • Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra.

Björt framtíð

  • Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra.
  • Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.