Nýjum kröfum um atvinnuleysisbætur fækkaði um níu þúsund í vikunni sem lauk þann 17. maí síðastliðinn, að því er fram kemur í gögnum frá Vinnumálastofnun Bandaríkjanna.

Samtals bættust 365 þúsund manns á atvinnuleysisbótaskrá í vikunni.

Hagfræðingar segja þetta vísi að ákveðnum stöðugleika á vinnumarkaðnum í þessum mánuði eftir að tölur um atvinnuleysi hafa hækkað fjóra mánuði í röð.

Meðalspá greinenda gerir ráð fyrir því að atvinnulausum muni fjölga um eitt þúsund í maímánuði.