Umsóknum um nýjar atvinnuleysisbótakröfur í Bandaríkjunum fjölgaði um 69 þúsund í vikunni sem endaði 26. janúar og námu þær samtals 375 þúsund talsins á ársgrundvelli. Aukningin var talsvert umfram meðalspá greinenda á Wall Street. Þær hafa ekki verið fleiri síðan í október árið 2005.