Umsóknum um atvinnuleysisbætur, þeirra sem ekki hafa sótt um bætur áður, fjölgaði í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í þessum mánuði í vikunni sem endaði 24. desember. Þetta kemur fram í morgunpósti IFS greiningar. Spár höfðu gert ráð fyrir 372 þúsund umsóknum en þær urðu 381 þúsund. Í vikunni þar á undan voru umsóknirnar 366 þúsund talsins.

Í morgunpósti IFS greiningar segir að þegar horft sé á allan desembermánuð hafa umsóknir hins vegar ekki verið jafn fáar í einum mánuði í þrjú ár. Fjöldi þeirra sem héldu áfram að fá bætur fjölgaði úr 3,567 m. í 3,601 m. í desember.