*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 25. nóvember 2014 11:09

Nýjum spilurum fjölgar í EVE í kjölfar auglýsingar

Ný auglýsing fyrir EVE Online hefur víða vakið athygli og byggir á upptökum frá spilurum leiksins.

Ritstjórn

Svo virðist sem ný auglýsing CCP fyrir tölvuleikinn EVE Online sé þegar farin að skila árangri, en samkvæmt frétt á leikjavefsíðunni The Mittani, hefur nýjum spilurum fjölgað töluvert á síðustu dögum. Daginn eftir að auglýsingin fór á netið voru um 500 nýjar persónur búnar til á hverjum klukkutíma, en venjulega eru um 150 nýjar persónur búnar til á hverjum tíma.

Þá hefur líka orðið aukning í fjölda spilara á Tranquility netþjóninum, sem EVE Online er spilaður á.

Auglýsingin, sem ber heitið „This is EVE - Uncensored“ notar upptökur af raunverulegum samtölum spilara í leiknum. Fyrir nokkru óskaði CCP eftir því að spilarar sendu slíkar upptökur inn svo hægt væri að nota þær til að sýna öðrum hvernig það raunverulega er að spila leikinn.

Auglýsingin hefur einnig vakið athygli utan leikjaheimsins, því Gary Whitta, sem er handritshöfundurinn að nýju Star Wars kvikmyndinni, sagði að hér væri á ferð besta auglýsing sem hann hefði nokkurn tímann séð.

Horfa má á auglýsinguna hér. 

Stikkorð: CCP EVE Online