Hátt í 100 Wii U Premium-leikjatölvur frá Nintendo sem komu í verslanir í Evrópu um mánaðamótin seldust upp samdægurs hér á landi. Tölvan kostar tæpar 80 þúsund krónur.

Fram kemur í tilkynningu frá Ormsson, umboðsaðila Nintendo á Íslandi, tölvan hafi verið vinsæl í Bandaríkjunum en hálf milljón eintaka seldust fyrstu vikuna eftir að hún kom á markað. Þá mun tölvan uppseld víða þar í landi. Nintendo býst við miklu af leikjatölvunni en gert er ráð fyrir að rúmlega tífalt fleiri tölvur verði seldar fyrir mitt næsta ár.

Hér má sjá myndband af Wii U-tölvunni.