Nýkjörinn forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur skipað ríkisstjórn 30 ráðherra en í fyrsta skipti í sögu Kanada eru kynjahlutföllin jöfn í ríkisstjórninni. The Guardian greinir frá.

Aðspurður um af hverju hafi fundist kynjahlutföllin svona mikilvæg í ríkisstjórninni þá svaraði hann „af því að árið er 2015“ (e. Because it's 2015.)

Einnig vekur athygli að ríkisstjórnin er frekar ung í samanburði við aðrar ríkisstjórnir Kanada, en flestir eru undir fimmtugt. Auk þess eru tveir kanadískir frumbyggjar og þrír síkar .