Nykredit Bank hefur tekið yfir FIH bankann. Nykredit eignast meðal annars 4 milljarða útlán. „Þetta eru lántakendur sem við getum vel treyst okkur til að vinna með. Kaupin styrkja stöðu Nykredit á markaðnum og markmiðið er að gera bankann að ennþá betri viðskiptabanka, segir Kim Duus, aðstoðarforstjóri Nykredit, í fréttatilkynningu.

Christian Dyvig, stjórnarmaður í FIH, segir í tilkynningu að bankinn muni setja sig í samband við viðskiptavini sína svo fljótt sem auðið er og upplýsa þá. Samningurinn við Nykredit tryggir að stór hluti af viðskiptavinum FIH fær stóran banka sem getur fullnægt þeim kröfum sem viðskiptavinirnir vilja,“ segir Christian Dyvig.

FIH bankinn var í eigu Kaupþings en rétt fyrir bankahrun í október 2008 tók Seðlabanki Íslands eignarhlutinn yfir sem veð vegna 500 milljóna evra þrautarvaraláns.