Gengi hlutabréfa Vodafone hækkaði um 2,2% frá útboði í 161 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þá hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 1,01% í 150 milljóna króna viðskiptum. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marel, sem fór upp um 0,76% og stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem hækkaði um 0,54%.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 0,56% í 69 milljóna króna veltu.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,36% og endaði hún í tæpum 1.018 stigum. Hún hefur ekki verið hærri síðan í júlí í sumar.