Fjárfestar ættu að einbeita sér að evrópskum hlutabréfamörkuðum sem eru undirverðlagðir miðað við markaði í Japan og Bandaríkjunum. Þetta segir Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, en hann fjallaði um stöðuna á alþjóðamarkaði á hádegisfundi MP banka í gær.

Parker segir að búast megi við breytingum í nýmarkaðsríkjum á seinni hluta þessa árs.