Fjöldi fyrirtækja í nýmarkaðsríkjum, s.s. BRIC ríkjanna eiga erfitt með að endurfjármagna lán sem þau tóku á árunum eftir fjármálakreppuna 2008. Financial Times greinir frá.

Magnbundnar íhlutanir ríkisstjórnar ýmsra nýmarkaðsríkja ýttu mikið undir lántökur fyrirtækja á árunum eftir hrun. Þessar aðgerðir fengu aukinn styrk við gríðarlega háar fjármagnsinnspýtingar frá Bandaríkjunum.

Ríkisstjórnir víða um heim, og Seðlabanki Bandaríkjanna hafa nú minnkað þessar aðgerðir töluvert og fjöldi fyrirtækja á því í erfileikum með að sækja sér fjármagn að nýju. Talið er að allt að 7.000 milljarðar dala hafa farið til nýmarkaðsríkja sem hluta af magnbundinni íhlutun síðan Seðlabanki Bandaríkjanna hóf skuldabréfakaup árið 2008.

Fjöldi fyrirtækja skulda nú gríðarlegar upphæðir og fyrirtækin riðar nú mörg hver til falls. Erfileikar þessara ríkja, sem áður voru ljós í myrkrinu ógna nú efnahagsbata heimisins.