Þrátt fyrir að töluverður samdráttur hafi verið á frumútboðum hlutabréfa í þróuðum hagkerfum á þriðja ársfjórðungi, er ekkert lát á þeim í nýmarkaðshagkerfum. Margir telja það til marks um breytt hlutföll í alþjóðahagkerfinu, en sumir efast þó um að þróunin í kauphöllum þeirra geti staðist áhuga fjárfesta án þess að hlutabréfabólur myndist.

Sögulegt hámark fjölda frumútboða á hlutabréfum (e. initial public offering) í nýmarkaðsríkjum vó á móti samdrætti þeirra annars staðar í heiminum á þriðja ársfjórðungi og viðhélt kraftinum í hlutabréfaútgáfu í alþjóðahagkerfinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young sem leit dagsins ljós í gær. Þykja niðurstöðurnar vera til marks um með hvaða hætti nýmarkaðsríkin eru að draga vagn alþjóðahagkerfisins meðan það hikstar í gangverkinu annars staðar.

Sjá umfjöllun um skýrslu Ernst & Young í Viðskiptablaðinu í dag.