*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Innlent 5. júlí 2018 10:49

Nýnemum í starfsnámi fjölgar

Nýnemar á framhaldsskólastigi sem velja starfsnám voru 736 haustið 2017 og er það fjölgun um 9,4% frá fyrra ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Nýnemar á framhaldsskólastigi voru 4.489 haustið 2017 og fækkaði um 2,4% milli ára. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Nýnemum sem völdu starfsnám fjölgaði aftur eftir fækkun síðustu ár og fjölgaði stúlkum meira í þeim hópi en piltum. Þá fjölgaði nýnemum með erlendan bakgrunn um tæp tvö prósentustig milli ára.

Nýnemar á framhaldsskólastigi sem velja starfsnám voru 736 haustið 2017 og er það fjölgun um 9,4% frá fyrra ári. Stúlkum fjölgaði meira en piltum, um 19,2%. Karlkyns nýnemar í starfsnámi voru 475 haustið 2017 og er það fjölgun um 4,6% frá 2016. Þrátt fyrir töluverða fjölgun stúlkna meðal nýnema í starfsnámi eru piltar þó enn í miklum meirihluta, 64,5% nýnema.

Nýnemum sem velja bóknám fækkaði milli ára og voru þeir 3.753 haustið 2017 sem er fækkun um 4,4%. Stúlkur voru í meirihluta nýnema í bóknámi, 51,8%.