Seðlabanki Venesúela hefur gefið út sex nýja seðla vegna óðaverðbólgu í landinu - þar á meðal 20 þúsund bólívars seðill - sem er virði 200 sinnum verðmætari en stærsti gjaldmiðillinn sem nú er í umferð, 200 bólívar seðillinn. CNN Money greinir frá.

Vegna óðaverðbólgunnar, fæst lítið fyrir 100 bólívars seðilinn, en hann er virði 15 bandarískra senta. Til að mynda kostar buxur í Venesúela 40 þúsund bólívar - sem þýðir að miðað við núverandi ástand þyrfti fólk að greiða fyrir þær með fjögur hundruð 100 bólívars seðlum. Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá þráuðust stjórnvöld lengi við að prenta ekki seðla með hærra gildi.

Haft er eftir Luis Oliveros, hagfræðiprófessor við Caracas Metropolitan háskólann, að aðgerðin hafi orðið löngu tímabær. „Fólk hefur verið svo gjarnt á það að nota kreditkort að rafrænu kerfin hafa hrunið. Þetta er alvarlegt vandamál,“ segir hann.

Verðbólga í Venesúela kemur til með að mælast 500% á þessu ári og 1660% á næsta ári samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í nóvember tapaði bólívars helming verðgildis síns. Einn dollari kostar 4400 bólívara á gengi dagsins í dag.