Evrópski seðlabankinn hefur kynnt til sögunnar nýjan 50 evra seðil sem á að vera öruggari gagnvart fölsunum. Um 45% allra evra í umferð eru 50 evru seðlar, og er hann jafnframt sá seðill sem mest er falsaður.

Eru fleiri 50 evru seðlar í umferð en samanlagt 5, 10 og 20 evru seðlar. Framhliðin sýnir glugga í mismunandi stílum frá byggingarsögu álfunnar, en bryggjur eru á bakhliðinni.

Nýji seðillinn verður með mörgum nýjungum sem á að gera falsanir erfiðari, verður almynd af goðsagnarverunni Evrópu, nýju vatnsmerki og nýrri gerð af endurskínandi bleki. Hann verður settur í umferð í apríl 2017.