Segja má að Porsche hafi komið dálítið á óvart með þeim miklu breytingum sem finna má á nýjum 911 bíl (997) sem fyrirtækið kynnti fyrir skömmu fyrir bílablaðamönnum í Weissach í Þýskalandi. Það eitt að fyrirtækið kjósi að kynna bílinn í þróunar- og rannsóknarmiðstöð sinni sýnir að fyrirtækið telur að það sé með eitthvað óvænt í höndunum. Að hluta til má segja að menn hafi ekki rennt í grun að þetta mikil breyting yrði á 911-bílnum og munum við tæpa á þeim helstu hér þótt ítarlegar verði fjallað um hann síðar.

Fyrir þá óþolinmóðu er rétt að geta þess að hann kemur með nýrri vél, tvöfaldri kúplingu (sem Porsche segir að sé gömul hugmynd þeirra) og talsvert meira afli þótt eyðslan og CO2- mengun sé að minnka. Afl 3,6 lítra vélarinnar eykst úr 325 hestöflum í 345 hö. og 3,8 lítra vélin í Carrera S skilar nú 385 hestöflum sem er 30 hestafla aukning. Fyrir vikið vinnur bíllinn sekúndu í upptakinu og S-bíllinn kemst yfir 300 km hraða. Já, það eru spennandi tímar í vændum!

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í sérblaði um bíla sem fylgir með Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .